Hreiðraðu um þig í Húsadal þar sem allar bestu gönguleiðir landsins mætast

Komdu með okkur í Þórsmörk og upplifðu stórfenglega náttúru. Hér getur þú valið um úrval gistimöguleika og fengið alla þá þjónustu sem þú þarft á að halda. Eftir langan dag á fjöllum er gott að vita af uppábúnu rúmi, köldum drykk, heitri máltíð og gufubaðinu í Húsadal.

| Uppábúin gisting | Gönguleiðir | Veitingar | Hlaupaleiðir | Varðeldur | Gufubað & setlaug | Þórsmörk | Eyjafjallajökull |

Þórsmerkurævintýri

Ævintýri fyrir alla

Þórsmörk er einn fallegasti staður landsins með vel merktar göngu- og hlaupaleiðir. Í Húsadal í Þórsmörk færð þú svo alla þá þjónustu sem þú þarfnast hvort sem um ræðir gistingu, veitingar og aðstoð við skipulagningu ferðarinnar. Einfalt og þægilegt er að komast í og úr Þórsmörk með daglegum rútuferðum sem boðið er uppá frá Reykjavík, Hvolsvelli og Seljalandsfossi. Einnig er hægt að leigja sérútbúna jeppa fyrir þá sem vilja og hægt er að bóka gistingu og rútumiða hér á síðunni.

Við mælum sérstaklega með því að gista eina eða fleiri nætur í Þórsmörk en dagsferðir eru einnig góður kostur fyrir þá sem vilja styttri ferðir. Gisting í Húsadal er einnig tilvalinn kostur fyrir þá sem ætla sér að ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuháls.

Þú einfaldlega velur dagsetningu og gistimöguleika sem hentar þér. Þegar þú mætir aðstoðar starfsfólk okkar í Húsadal þig við að skipuleggja gönguferðir sem henta þér og þínum. Hér aðeins neðar á síðunni eru tillögur að ferðum í Þórsmörk.

Hægt er að kaupa veitingar á staðnum eða taka með sér og elda í litlu gestaeldhúsi sem gestir hafa aðgang að. Sjáumst í Mörkinni.

Þjónusta í Húsadal Þórsmörk

  • Rútuferðir í og úr Þórsmörk
  • Úrval gistimöguleika
  • Veitingastaður og bar
  • Merktar gönguleiðir um Þórsmörk
  • Aðstoð við skipulagningu ferða
  • Sturtur, gufubað og setlaug

Útsýni og landslag

  • Þórsmörk og Goðaland
  • Seljalandsfoss
  • Eyjafjallajökull
  • Gígjökull
  • Tindfjöll
  • Krossá og Markarfljótsgljúfur
Tillögur að ferðum
Plus icon to open answer to question
Dagsferð í Þórsmörk

Dagsferð í Þórsmörk er frábær kostur fyrir þá sem hafa takmarkaðan tíma en vilja upplifa stórfenglega náttúru Þórsmerkur. Með því að taka rútuna frá Reykjavík eða Seljalandsfossi að morgni, kemst þú á öruggan og þægilegan máta yfir allar árnar í Þórsmörk. Morgunrútan er komin í Húsadal um hádegi og þá er tilvalið að byrja á því að fá sér létta hádegishressingu á veitingastaðnum í Húsadal. Hér færðu einnig allar upplýsingar um göngu- og hlaupaleiðir í Þórsmörk. Hægt er að kaupa gönguleiðakort í móttöku. Starfsfólk okkar í móttökunni aðstoðar við að velja hentugar gönguleiðir eftir áhuga og formi hvers og eins.

Við mælum sérstaklega með tveimur leiðum í dagsferðum eða Þórsmörk Panorama (2 klst) og Þórsmerkurhringnum (3 - 4 klst) en fyrir hlaupara og göngufólk í góðu formi er tilvalið að fara Tindfjallahringinn með möguleikum á að stytta eða lengja leiðina. Hér getur þú skoðað nánar upplýsingar um allar helstu gönguleiðir í Þórsmörk.

Að göngu lokinni er hægt að fá sér hressingu á veitingastaðnum áður en rútan leggur af stað tilbaka. Hér getur þú bókað rútumiða í Þórsmörk.

Ef þú hefur tíma þá mælum við eindregið með því að gista í Þórsmörk.

Plus icon to open answer to question
Lengri ferðir í Þórsmörk með gistingu

Með því að gista í Þórsmörk hefur þú tækifæri til að ganga eða hlaupa mun fleiri leiðir og kynnast náttúru svæðisins mun betur.

Á tveimur eða fleiri dögum kemstu yfir mun stærri hluta af Þórsmörk og þá er tilvalið að setja sér markmið um að ganga Þórsgötu í heild eða að hluta.

Starfsfólk okkar í móttöku aðstoðar þig við að skipuleggja göngu- eða hlaupaleiðir sem henta þér. Því næst leggur þú af stað og eyðir dögunum í göngu um Þórsmörk eins og þér hentar. Hvort sem þú vilt ganga langar, stuttar, auðveldar eða krefjandi leiðir þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi.

Fyrir tveggja daga dvöl í Þórsmörk mælum við sérstaklega með því að ganga Tindfjallahringinn fyrri daginn og síðan að taka létta göngu upp á Valahnúk og út Merkurranann daginn eftir. Báðar þessar leiðir er auðvelt að stytta eða lengja eftir óskum.

Á kvöldin er svo hægt að kveikja lítinn varðeld og spila á gítar sem aðgengilegur er í þjónustuhúsi.

Eftir því sem þú dvelur lengur í Þórsmörk munt þú vilja vera þar lengur.

Plus icon to open answer to question
Hvernig bóka ég ferð í Þórsmörk?

Best er að ákveða fjölda daga sem þú vilt dvelja í Þórsmörk. Síðan velur þú dagsetningar í bókunarvélinni hér á síðunni og færð upp alla þá gistimöguleika sem eru lausir. Því næst bókar þú gistinguna.

Þú getur einnig bókað máltíðir á veitingastaðnum í Húsadal um leið og þú bókar gistinguna.

Þegar þú hefur lokið við að bóka gistingu getur þú bókað rútumiða í og úr Þórsmörk þaðan sem þér hentar. Þú getur bókað miða alla leið frá Reykjavík eða frá öðrum stöðum þar sem rútan stoppar á leiðinni svosem á Hvolsvelli eða við Seljalandsfoss.

Húsadalur Þórsmörk
>